Tónlist er lífið
... mitt að minnsta kosti !
 
 
 
 
Ég var sex ára þegar ég byrjaði að læra á blokkflautu í Tónlistarskólanum í Hveragerði. Ég var samt alveg ákveðin að fara að læra á klarinett þegar ég yrði nógu stór. 
Það var samt ekki fyrr en ég var átta ára að ég fékk að læra á klarinett. Sama ár og ég byrjaði að læra á klarinettið kom Malcolm Holloway til Hveragerðis og hóf störf hjá Tónlistarskólanum. Ég lærði hjá honum í tíu ár, þá ákvað hann að fara að sigla um heiminn og ég fór í Tónlistarskólann í Reykjavík. 
Þar er ég að læra núna, í almennri deild en stefni á blásarakennaradeild eftir eitt ár. Að lokum verð ég bara að nefna kennarann minn sem heitir Kjartan Óskarsson, (sem er nú bara frábær!)

 

Frábærar tónlistarsíður
 
 
Tónlistarskólinn í Reykjavík Klarinettsíða
Íslenska tónlistarsíðan Heimsreisa Malcolms og Önnu
Lúðrasveit Verkalýðsins Samband íslenskra lúðrasveita
Lúðrasveit Reykjavíkur Sinfóníuhljómsveit Íslands
Ópus